Félag áhugamanna um tréskurð opnar sýningu á Skriðuklaustri

treskurdur 3Á sunnudaginn opnar sýningin „Tréskurður – handverk og list" í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri. Á sýningunni eru fjölbreytt skurðarverk eftir tólf félagsmenn í Félagi áhugamanna um tréskurð.

Verkin eru úr ólíkum viðartegundum og af fjölbreyttum toga; lágmyndir, smáhlutir, askar, lampar, speglar, kistlar og styttur svo nokkuð sé nefnt. Verkin eru ýmist hefðbundin tréskurðarverk eða eigin hugarsmíð tréskeranna. Auk tréútskurðar eru á sýningunni gripir úr horni og hvaltönnum.

Þátttakendur í sýningunni eru þau; Anna Lilja Jónsdóttir, Bjarni Þór Kristjánsson, Friðgeir Guðmundsson, Guðmundur Ketill Guðfinnsson, Guðný Jóhanna Kjartansdóttir, Jón Adólf Steinólfsson, Karen Huld Gunnarsdóttir, Lilja Sigurðardóttir, Sigga á Grund, Sigríður Sigurðardóttir, Sigurjón Gunnarsson og Stefán Haukur Erlingsson.

Sýnendurnir hafa sumir hverjir stundað tréútskurð í áratugi og hafa hann starfi sínu á meðan aðrir hafa nýlega kynnst tréskurði og hafa hann sem áhugamál meðfram annarri vinnu.

Félag áhugamanna um tréskurð (FÁT) er félag þeirra sem áhuga hafa á tréskurði. Félagið var stofnað árið 1996 og er tilgangur þess að efla og kynna tréskurð á Íslandi. Félagið stendur fyrir opnu húsi mánaðarlega yfir vetrartímann þar sem félagsmenn og gestir fræðast um einstaka þætti tréskurðar. Jafnframt eru mánaðarlegar vinnustundir þar sem félagar koma saman og skera út sín skurðverk. FÁT gefur reglulega út fréttabréf og stendur fyrir sýningum á verkum félagsmanna.

Sýningin Tréskurður – Handverk og list var áður sett upp í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík og sýningarstjóri er Kristín Þóra Guðbjartsdóttir.

Formleg opnun verður á Skriðuklaustri klukkan 14:00 á sunnudag en hún stendur út apríl. Sjá nánar um opnunartíma á www.skriduklaustur.is

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.