Fljótsdalshérað kallar til varamann fyrir Útsvar: Ég bara tróð mér í þetta

fljotsdalsherad utsvar urslit12 0007 webStefán Bogi Sveinsson tekur sæti Sveins Birkis Björnssonar í Útsvarsliði Fljótsdalshéraðs þegar liðið mætir Kópavogi í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. Sveinn Birkir þurfti að vera á tveimur stöðum í einu og því stökk reynsluboltinn til.

„Það bað mig enginn um að koma, ég bara tróð mér í þetta," segir Stefán Bogi sem keppti um árabil í Útsvarinu en hann var í liðinu sem tapaði fyrir Grindavík í úrslitum árið 2012.

Sveinn Birkir, sem verið hefur í liðinu í vetur eftir að hafa keppt sem varamaður í fyrravetur, er einnig þjálfari Álftaness í annarri deild karla í körfuknattleik en margir Austfirðingar hafa spilað með liðinu. Liðið leikur í kvöld hreinan úrslitaleik gegn Íþróttafélagi Breiðholts um laust sæti í fyrstu deild í haust.

„Hann lenti í erfiðu vali og ákvað að vera með sínum lærisveinum í körfunni. Ég reyni að fylla skarð hans," segir Stefán Bogi sem verið hefur tengilliður sveitarfélagsins vegna keppnina.

Í liðinu eru eftir sem áður Þórður Mar Þorsteinsson og Hrafnkatla Eiríksdóttir. Stefán og Þórður hafa áður keppt saman í spurningakeppnum en þeir voru báðir í liði Menntaskólans á Egilsstöðum sem keppti í Gettu betur fyrir tæpum tuttugu árum.

Keppnin í kvöld hefst klukkan 20:05 og verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.