Grillað fyrir kvikmyndatökuliðið í blíðunni um helgina

fortitude motuneyti webStarfsmenn Lostætis, sem séð hefur um mötuneyti fyrir þá sem koma að upptökunum á Fortitude sjónvarpsþáttunum, slógu upp grillveislu fyrir þáttagerðarfólkið í blíðveðrinu um helgina.

„Þessi frábæri hópur er að borða hjá okkur á nánast öllum tíma sólarhrings, starfsfólk Lostætis er að sinna þessu frábærlega og allir leggjast á eitt við að gera þetta vel og vandlega," segir Árni Már Valmundarson, rekstrarstjóri Lostætis á Austurlandi.

Lostæti sér vanalega um mötuneyti Alcoa Fjarðaáls en hefur bætt við sig kvikmyndatökuliðinu. Matsalur er í gamla frystihúsinu á Reyðarfirði þar sem bækistöðvar liðsins eru.

Um helgina var breytt út af vananaum þegar atriði var tekið út í Hólmum á Reyðarfirði þegar starfsfólk Lostætis mætti þangað með grill og skellti upp veislu.

„Þetta verður eflaust eftirminnileg veisla. Þarna voru allir hressir og nutu veðurblíðunnar við sjóinn," segir Árni.

Tökuliðið var í morgun við upptökur á Fjarðarheiði.

Mynd: Lostæti

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.