Stolt af því að koma úr dreifbýlinu: Hönnunarfyrirlestur frá Utah
Tveir fulltrúar bandaríska hönnunarsamfélagsins EPIcenter munu halda fyrirlestur á Egilsstöðum um hvernig hönnun getur nýst til að bæta lífsskilyrði í dreifbýlissamfélögum.Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Explore, Reflect, Respond: Designing for Small Communities" eða „Kannið, íhugið, svarið: Hannað fyrir smærri samfélög." Frummælandi er María Sykes sem starfar fyrri EPIcenter sem er hönnunarmiðstöð sem þjónar Green River í Utah-fylki í Bandaríkjunum.
Í fyrirlestrinum er meðal annars komið inn á hvernig hönnun getur nýst til að þróa dreifbýlissamfélög og hvernig hægt sé að virkja íbúa til þátttöku en í verkefninu hafa tekið þátt fulltrúar frá Bandaríkjunum, Íslandi, Svíþjóð og Bretlandi.
EPIcenter var stofnuð af Mariu og tveimur útskrifuðum hönnuðum frá arkitektaskólanum í Auburtn. Þau keyptu gamalt hús í miðbæ Green River, þar sem búa tæplega 1000 manns, og umbyltu því. Það hýsir í dag frumkvöðla, smáfyrirtæki og hugmyndasmiði.
Hópurinn hefur meðal annars beitt sér til að finna húsnæði sem fleiri hafi efni á, uppsetningu hjólabrettasvæðis og útgáfu í nærumhverfinu.
Fyrirlesturinn verður í húsnæði Austurbrúar í Vonarlandi á Egilsstöðum og hefst klukkan 12:00. Þá verður hann einnig í boði í flestum fjarfundaverum Austurbrúar.
Fyrirlesturinn var einnig í boði á Hönnunarmars.