Málþing um svæðisbundna fjölmiðlun: Góður tímapunktur til að velta fyrir sér stöðunni

AusturfrettAusturfrétt og Austurglugginn standa á morgun fyrir málþingi um stöðu svæðisbundinnar fjölmiðlunar undir yfirskriftinni „Hvað er að frétta?" Markaðsstjóri Austurfréttar segir svæðisbundna fjölmiðla stundum vera álitna sem sjálfsagðar stoðir í samfélaginu.

„Við teljum mikilvægt að auka umræðu um svæðisbundna fjölmiðlun. Hún er af sumum tekin sem sjálfsagður hlutur," segir Stefán Bogi Sveinsson, markaðsstjóri Austurfréttar.

„Við teljum gott öðru hverju að velta fyrir sér hvað sé sjálfsagt og hvað ekki, hvaða máli svæðismiðlar skipti og hvað þeir geri fyrir samfélagið."

Frummælendur á þinginu eru Hrafnkell Lárusson, sem rannsakað hefur þróun og samfélagsleg áhrif austfirskra svæðismiðla, Birgir Guðmundsson, dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri, Gísli Einarsson, ritstjóri Landans og Dagmar Ýr Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur og upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls.

Stefán Bogi segir ekki tilviljun að til málþingsins sé boðað nú. „Annars vegar er Hrafnkell nýbúinn að ljúka sinni rannsókn og hins vegar er mikil gerjun í tengslum við nýjan útvarpsstjóra. Við viljum gjarnan taka þátt í þeirri umræðu sem skapast hefur um stöðu fjölmðilunar, svæði þeirra svæðisbundnu og eins hlutverki RÚV um allt land," segir Stefán.

Málþingið hefst klukkan 13:30 og er haldið á Hótel Héraði á Egilsstöðum.

Dagskrá:
13:30-13:35 Setning - Stefán Bogi Sveinsson
13:35-14:10 Birgir Guðmundsson: Samfélagssmiður sem varðhundur – um hlutverk fjölmiðla í nærsamfélagi
14:10-14:45 Hrafnkell Lárusson: Fjölmðilar, lýðræðisleg umræða og þjónustuhlutverk RÚV
14:45-15:00 Kaffihlé
15:00-15:25 Dagmar Ýr Stefánsdóttir: Er þörf á staðbundnum miðlum í nútímasamfélagi
15:25-16:00 Gísli Einarsson: Hvernig getur Útvarp allra landsmanna best verið útvarp allra landsmanna?
16:00-16:30 Pallborð: Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs, Kristborg Bóel Steindórsdóttir, ritstjóri Austurglugans og Gunnar Gunnarsson, ritstjóri Austurfréttar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.