Tendra ljós í minningu Einars Þórs í kvöld

egilsstadakirkjaÍbúar á Egilsstöðum hyggjast tendra ljós við hús sín í kvöld, sunnudag, til minningar um hinn nítján ára gamla Einar Þór Jóhannsson, sem féll frá langt fyrir aldur fram um síðustu helgi.

Sviplegt andlát Einars Þórs hefur fengið mjög á samfélagið. Í tölvupósti sem gengið hefur manna á milli á Egilsstöðum um helgina eru íbúar hvattir til að tendra ljós við hús sín í kvöld til að sýna fjölskyldu Einars Þórs samhug og minna á fólk á hversu mikilvægt sé að standa saman og hlúa vel hvert að öðru „með því að lýsa upp tilveru náungans."

Gengið er út frá því að ljósin verði kveikt klukkan 20:00 í kvöld.

Útför Einars Þórs fer fram frá Egilsstaðakirkju á morgun.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.