Skip to main content

17. júní hátíðarhöld í glaðasólskini á Egilsstöðum: Myndir

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. jún 2012 23:59Uppfært 08. jan 2016 19:23

17_juni.jpg

Fjöldi Héraðsmanna og gesta lögðu leið sína í Tjarnargarðinn á Egilsstöðum í dag í blíðskaparveðri til að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni þjóðhátíðardagsins. Agl.is mætti með myndavélina á lofti.

 

Eysteinn Hauksson, þjálfari knattspyrnuliðs Hattar, var kynnir dagskrárinnar. Hann ítrekaði við gesti í byrjun að verið væri að halda upp á afæli Jóns Sigurðssonar, ekki að tveir dagar væru í afmæli Jóns bróður hans eins og honum hafði eitt sinn verið talin trú um.

Fjallkonan var Jóney Jónsdóttir, kennari við Menntaskólann á Egilsstöðum. Hún las upp ljóðið Gakktu fram eftir föður sinn, Jón Einarsson, prófast í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.

Rótarýklúbbur Fljótsdalshéraðs afhenti Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra, fyrsta eintakið af nýju örnefnakorti Fljótsdalshéraðs. Klúbburinn hefur undirbúið útgáfuna en kortið verður til sölu á völdum stöðum í sumar.

Skátar voru í fararbroddi skrúðgöngu og veitt voru verðlaun fyrir legósamkeppni og kassabílarall sem fóru fram í morgun og gær. Löng röð var eftir andlitsmálun.

Dagskránni lauk á sýningu fimleikadeildar Hattar en deildin heldur utan um hátíðarhöldin á Fljótsdalshéraði.
 
17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg