Kynningarfundur fyrir stelpur sem vilja keppa í Gettu betur

me mh keppni 033 webHópurinn Gettu betur stelpur, félagsskapur kvenkyns fyrrverandi keppenda í spurningakeppni framhaldsskólanna, stendur á morgun fyrir kynningarfundi á Egilsstöðum til að efla stelpur til þátttöku í keppninni.

„Okkar markmið er að efla stelpur til þátttöku í Gettu betur til að jafna kynjahlutfall keppninnar og kynna þær fyrir hversu skemmtilegt það er að fræðast og taka þátt í þessu ferli," segir Hrafnkatla Eiríksdóttir frá Skjöldólfstöðum á Jökuldal og meðlimur í hópnum.

Hrafnkatla var í liði Menntaskólans á Egilsstöðum sem komst í sjónvarpshluta keppninnar árið 2007 en hún hefur síðustu tvo vetur verið í Útsvarsliði Fljótsdalshéraðs.

Í lok ágúst verða haldnar æfingabúðir fyrir stelpur af öllu landinu í Reykjavík en nú standa yfir kynningarfundir á landsbyggðinni til að kynna verkefnið.

Stúlkum á aldrinum 14-19 ára er því boðið á slíkan kynningarfund í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á morgun frá klukkan 16:45-18:00.

Nánari upplýsingar má einnig finna á Facebook.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.