Emilíana Torrini snýr aftur á Bræðsluna: Dagskrá sumarsins tilbúin
![braedslan 2103 0350 web](/images/stories/news/2013/braedslan/braedslan_2103_0350_web.jpg)
SúEllen-liðar hafa aldrei spilað fullskipaðir á Borgarfirði en hluti sveitarinnar kom fram með Jónasi Sig á tónleikaröð hans árið 2012. Að auki koma fram Drangar, Lára Rúnars, Mammút og Evróvision-fararnir úr Pollapönki.
Meðlimir Dranga þeir Jónas Sigurðsson, Mugison og Ómar Guðjónsson hafa allir komið fram áður á Bræðslunni, auk þess sem þeir unnu hluta af sinni fyrstu plötu á Borgarfirði.
Lára Rúnarsdóttir og meðlimir hennar hljómsveitar sigldu einmitt með þeim Dröngum í kringum landið á Húna II á síðasta ári og komu meðal annars við á Borgarfirði, en þetta verður í fyrsta skiptið sem Lára kemur fram í Bræðslunni.
Sömu sögu er að segja um ungliða þessa árs, Mammút sem hafa vakið mikla athygli á síðustu mánuðum. Bræðslan hefur alla tíð haft það markmið að kynna ungt tónlistarfólk á hátíðinni og er þar skemmst að minnast Of Monsters and Men sem komu fram á hátíðinni 2010, þá að stíga sín fyrstu spor.
Miðasala hefst á miði.is þann 6.maí kl 10:00. Á síðasta ári seldust miðar í Bræðsluna upp á 60 klukkustundum.
Fjöldi annarra tónleika mun verða í boði á Borgarfirði í aðdraganda Bræðslunnar og reyndar í allt sumar, nánar verður greint frá þeim þegar nær dregur.