Heimamenn skemmtu sér og sínum á skemmtikvöldi í Valaskjálf – Myndir
Fjölbreytt skemmtiatriði frá heimamönnum voru þungamiðjan í dagskrá skemmtikvölds sem haldið var í Valaskjálf á laugardagskvöld sem hluti af menningarvöku á Héraði sem stendur nú yfir.Jón Arngrímsson, einn af forsprökkum vikunnar, tók fram í upphafi að um væri að ræða kvöldvöku eins og þekkst hefði hjá ungmennafélagshreyfingunni á fyrri tíð.
Menn sungu að hætti vísnavina, flutt voru ljóð, farið með gamanmál og spiluð tónlist. Meðal þeirra sem fram komu voru Sigurður Ragnarsson sem fór með uppistand um Héraðsbúa, Warén-músík með lög af plötunni „Ekki bara fyrir börn", félagar úr Félagi ljóðaunnenda ásamt fleirum.
Kynnir kvöldsins var leikkonan Halldóra Malín Pétursdóttir en hún benti í byrjun á að tvö ár eru þar til félagsheimilið Valaskjálf verður fimmtíu ára.
Menningarvakan heldur áfram í kvöld með uppistandi Mið-Íslandsflokksins og boðið verður upp á kótilettukvöld, bæjarbarsvar og dansleik á miðvikudagskvöld.
Hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær stærri.