Franskt nafn á Hafnargötu?
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 16. apr 2014 10:11 • Uppfært 16. apr 2014 10:12
Fjarðabyggð hefur nú til skoðunar hugmyndir um breytingar á nafni Hafnargötu á Fáskrúðsfirði. Við handa stendur meðal annars Franski spítalinn sem til stendur að opna í byrjun sumars sem hótel.
Hugmyndin er viðruð í bréfi frá Alberti Eiríkssyni sem um árabil rak safnið Fransmenn á Íslandi á Fáskrúðsfirði.
Þar bendir hann á að í öllum þeim frönsku bæjum sem gert hafi út skútur til veiða á Íslandsmið séu götunöfn sem minni á veiðarnar eins og Rue de Islande, Rue de Fáskrúðsfjörður og Rue de Budir.
„Til að undirstrika ennfrekar sérstöðu Fáskrúðsfjarðar í yfir þriggja alda veiðum Frakka á Íslandsmiðum og sem þakklætisvott fyrir þetta merka tímabil, er það tillaga mín að nafni Hafnargötu á Fáskrúðsfirði verði breytt og hún beri framvegis nafn sem tengist veiðum Frakka hér við land," skrifar Albert í bréfinu.
„Best væri ef nýja nafnið væri samnefnari yfir veiðarnar í heild en tengdist ekki ákveðnum útgerðarbæ. Vel færi á að nafnabreyting þessi færi fram um leið og hótelið opnar."