Æðruleysismessa í Stöðvarfjarðarkirkju
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 16. apr 2014 10:18 • Uppfært 16. apr 2014 10:19
Efnt verður til árlegrar æðruleysismessu í Stöðvarfjarðarkirkju á föstudaginn langa í samtarfi við AA fólk á Austfjörðum.
„Áhersla er á virka þátttöku í messunni og létta tónlist. Fluttir eru vitnisburðir og allir tendra ljós á kertum framan við altarið í lok messunnar," segir í tilkynningu.
Eftir messu er boðið til hressingar í safnaðarheimili kirkjunnar.
Messan hefst kl. 15.00 í Stöðvarfjarðarkirkju á föstudaginn langa.
Prestur verður sr. Gunnlaugur Stefánsson, sóknarprestur.