Heldur upp á fertugsafmælið með útgáfuhófi
Út er komin bókin Of mörg orð; þroskasaga tiltölulega ungrar konu í góðæri eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur. Höfundurinn heldur upp á fertugsafmæli sitt með útgáfuhófi í kvöld.Sigríður Lára veltir fyrir sér íslensku samfélagi, barneignum, þunglyndi, hryllingsmyndum og fleiru í bókinni sem byggð er á vefskrifum hennar frá árunum 2003 til 2008.
Bókin er gefin út af Snotru. Hófið hefst klukkan 20:30 í kvöld í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Lesið verður upp úr bókinni sem og öðrum sem Snotra og tengdar útgáfur stefna á að gefa út á árinu. Einnig verður gestum velkomið að lesa upp úr verkum sínum, útgefnum sem óútgefnum.
Einnig verður haldið útgáfuhóf í verslun Eymdunsson í Austurstræti föstudaginn 25. apríl frá kl. 17.00 til 19.00. Bókin er til sölu í A4 á Egilsstöðum og í verslunum Pennans og Eymundsson í Reykjavík, á Akureyri og Akranesi. Einnig er hægt að panta hana hjá Snotru í netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..