Nýtt ferðakort af Austurlandi

austurland ferdakortMarkaðssvið Austurbrúar/Upplýsingamiðstöð Austurlands hefur gefið út nýtt kort af Austurlandi (Map of East Iceland) fyrir árið 2014-2015. Sú nýbreytni er í ár að á bakhliðinni er að finna hugmyndir að skemmtilegum dagleiðum í landshlutanum.

Kortið er gefið út árlega og er það mjög vinsælt hjá bæði íslenskum og erlendum ferðamönnum. Kortið hefur að geyma vegaupplýsingar um fjórðunginn en að auki er nú boðið upp á dagleiðakort á bakhliðinni.

Þar er að finna hugmyndir að skemmtilegum dagleiðum og bent á áhugaverða áfangastaði og stuttar gönguleiðir í landshlutanum. Markmiðið er að vekja enn frekar athygli á þeim fjölmörgu áfangastöðum sem Austurland hefur upp á bjóða.

Kortið er gefið út í 38.000 eintökum og því er dreift ókeypis. Hægt er að nálgast það í Upplýsingamiðstöð Austurlands, Miðvangi 2-4, Egilsstöðum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.