Austurfrétt tekur tímabundið við útgáfu Austurgluggans

AusturfrettÚtgáfufélag Austurlands ehf. og Austurfrétt ehf., sem gefur út fréttavefinn austurfrett.is, hafa gert með sér samkomulag um að Austurfrétt sjái um útgáfu vikublaðsins Austurgluggans út maí.

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, ritstjóri Austurgluggans, þurfti að fara fyrr í barneignarleyfi en ráð var fyrir gert og er því gripið til þessarar ráðstöfunar.

Sverrir Mar Albertsson, stjórnarformaður Útgáfufélagsins, verður ritstjóri þeirra fimm tölublaða sem gefin verða út á tímabilinu en efnisvinnsla verður í höndum Austurfréttar.

Fyrsta blaðið í umsjón Austurfréttar kom út í gær. Aðalviðtal blaðsins var viðtal við Guðna Finnsson, bassaleikara Pollapönks og Júróvisíon-fara úr Neskaupstað. Litið er við hjá leikfélögunum á Norðfirði og Fljótsdalshéraði sem voru að undirbúa frumsýningar auk þess sem blaðinu fylgir sérblað frá AFLi starfsgreinafélag. Af þeim sökum er blaðinu dreift frítt á félagssvæði AFLs.

Eftir sem áður verður tekið við efni og ábendingum þar um á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 477-1750. Auglýsingasala og þjónusta við áskrifendur verður á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í símum 477-1571 og 696-6110.

Í aðdraganda sveitarstjórnakosninga áskilur ritstjórn Austurgluggans sér rétt til að setja hámark á lengd og fjölda framboðsgreina sem birtast í blaðinu. Miðað er við að taka ekki við meira en einni grein frá hverjum framboðslista í hverju blaði að hámarki 500 orð að lengd.

Þó er ekki hægt að tryggja að allar greinar geti fengist birtar en það ræðst af plássi og tekið verður mið af birtingu greina í undanförnum blöðum.

Fjögur blöð eru eftir til kosninga og koma þau út föstudagana 9. maí, 16. maí, 23. maí og 30. maí. Síðustu skil á greinum eru á hádegi á þriðjudegi fyrir útgáfu blaðsins. Greinarnar skal senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ásamt mynd af höfundi.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.