Skip to main content

Kynna hjartahnoðtæki fyrir almenningi: Geta grætt ígildi tveggja manna

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. maí 2014 18:08Uppfært 02. maí 2014 18:09

Lucas hjartataeki webSjúkraflutningamenn á Fljótsdalshéraði ætla á morgun að kynna hjartahnoðtækið Lucas en söfnun stendur yfir til kaupa á einu slíku til nota fyrir HSA. Sjúkraflutningamaður segir tækið geta auðveldað starfs sjúkraflutningamanna umtalsvert.


„Við verðum þarna nokkrir sjúkraflutningamenn og ætlum meðal annars að leyfa fólki að prófa að hnoða. Menn geta kynnst vinnuaðstæðum í sjúkrabílnum og þannig gert sér í hugarlund hverju þetta myndi breyta," segir Eiríkur Þorri Einarsson, sjúkraflutningamaður.

„Með svona tæki myndum við græða ígildi tveggja manna sem annars þyrftu að skiptast á að vera að hnoða."

Söfnuninni var hrundið af stað í lok febrúar af ungmennafélaginu Ásnum. Tækið kostar 2,5 milljónir en um milljón vantar upp á þá upphæð.

„Við fengum sýningartæki hingað austur og ef við klárum söfnunina þá er það ekkert aftur."

Kynningin verður í verslun Nettó á Egilsstöðum og reikna sjúkraflutningamennirnir með að vera á staðnum á meðan verslunin er opin sem er frá klukkan 10-18.