Fjölbreytni í fyrirrúmi á sameiginlegum tónleikum – Myndir
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 05. maí 2014 14:15 • Uppfært 05. maí 2014 14:16
Boðið var upp á fjölbreytta efnisskrá á sameiginlegum tónleikum tónlistarskólanna á Fljótsdalshéraði sem haldnir voru í Egilsstaðaskóla fyrir skemmstu.
Á Héraði starfa tónskólar í Brúarási, Fellum og Egilsstöðum/Hallormsstað. Hefð er komin á að skólarnir haldi sameiginlega tónleika árlega.
Efnisskráin var fjölbreytt. Boðið var upp á blásarasveit, fiðlusveitir, tvíleik á píanó og stórsveit úr Brúarásskóla. Austurfrétt leit við og fangaði nokkur augnablik.











