Skip to main content

Bræðslan: Miðasala og ný heimasíða

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. maí 2014 09:44Uppfært 06. maí 2014 09:47

braedslan 2103 0101 webAlmenn miðasala á tónlistarhátíðina Bræðsluna hefst á midi.is í dag klukkan 10:00. Um leið verður ný heimasíða hátíðarinnar opnuð.


Takmarkað magn miða er til sölu og þess má geta að á síðasta ári seldust miðar á Bræðsluna upp á rúmlega tveimur sólarhringum. Bræðslutónleikarnir fara fram þann 26. júlí á Borgarfirði eystra og þar koma fram Lára Rúnars, SúEllen, Mammút, Pollapönk, Drangar og Emilíana Torrini.

Þá verður opnaður nýr vefur á www.braedslan.is þar sem finna má allar upplýsingar um hátíðina og það sem henni tengist. Áhugasömum er líka bent á að fylgjast með Bræðslunni á Facebook, Twitter, Instagram og Youtube.

Allar upplýsingar um þjónustu á Borgarfirði má finna á síðunni www.borgarfjordureystri.is

Miðasala á aðra viðburði á Borgarfirði í Bræðsluvikunni verður kynnt nánar síðar á áðurnefndum vefsíðum þegar þar að kemur.