Gengið saman á mæðradaginn
![andapollur bleikur 0008 web](/images/stories/news/2013/andapollur_bleikur_0008_web.jpg)
Egilsstaðir: Gengið verður eftir veðri og vindum frá sundlauginni á Egilsstöðum.
Forskráning og sala á varningi verður í Nettó föstudaginn 9. maí kl. 16 -19 og laugardaginn 11. maí kl. 12-15.
Hótel Hérað býður upp á brunch á sunnudaginn til styrktar félaginu og Salt verður með tilboð alla helgina.
Seyðisfjörður: Gengið verður frá íþróttahúsinu og verður boðið upp á frían yoga tíma í lok göngu.
Reyðarfjörður: Gengið er frá Stríðsárasafninu, 2 km, 3 km og 5 km hringur.
Sala varnings verður í Molanum föstudaginn 9. maí kl. 14 – 18.
Sesam brauðhús verður með brjóstabollur til sölu til styrktar félaginu alla helgina.
Neskaupstaður: Gengið frá vitanum og eru tvær gönguleiðir í boði. Báðar gönguleiðir enda við Nesbæ kaffihús.
Sala á varningi fer fram í Nesbæ á laugardaginn 10.maí frá kl.14-18.
Nesbær kaffihús verður með skemmtileg tilboð til styrktar félaginu.
Frítt verður í sund fyrir göngufólk í sundlaugunum á Egilsstöðum, Eskifirði og í Neskaupstað.
Allar göngurnar hefjast kl. 11. Gangan er gjaldfrjáls en göngufólki gefst kostur á að styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini, með frjálsum framlögum eða með því að festa kaup á varningi Göngum saman.
Félagið var stofnað haustið 2007 og hefur frá stofnun veitt íslenskum rannsóknaraðilum á sviði brjóstakrabbameins um 40 milljónir króna í styrki. Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóð félagsins.