Fuglaáhugamenn hittast á Djúpavogi

djupivogur 280113 0018 webLandsmót fuglaáhugamanna verður sett á Djúpavogi í kvöld og stendur til sunnudags. Boðið verður upp á fyrirlestra og skoðunarferðir yfir helgina.

Dagskráin hefst klukkan 20:00 í kvöld með erindi Hornfirðinganna Bjarna G. Arnarssonar og Brynjólfs Brynjúlfssonar um greiningu á máfum.

Á morgun verður skoðunarferð en um kvöldið heldur Jóhann Óli Hilmarsson, ljósmyndari og fuglafræðingur, erindi um náttúru og dýralíf á Svalbarða auk þess að vera með myndasýningu um fuglalíf í Djúpavogshreppi. Erindi hans verður klukkan 21:00 á Hótel Framtíð.

Á sunnudag er stefnt að skoðunarferð um Teigarhorn, Hálsaskóg og fleiri staði áður en gestir halda heim á leið.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.