Hreint hjarta í Sláturhúsinu

Hreint Hjarta

Heimildarmyndin Hreint hjarta eftir Grím Hákonarson, sem fékk áhorfendaverðlaunin á 

heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði í vor, verður sýnd í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld.

Í myndinni segir frá Kristni Ágústi Friðfinnssyni sem hefur verið prestur á Selfossi og nágrenni í 20 ár. Hann er litríkur persónuleiki sem er ekkert óviðkomandi þegar kemur að þjónustunni við sóknarbörnin.

Kristinn þykir góður sálusorgari og margir leita til hans um hjálp. En á meðan hann leysir úr vandamálum annarra þarf hann að glíma við eigin vandamál og stendur í deilum við yfirvöld innan kirkjunnar.

Sýningin byrjar kl. 20:00 og er myndin 70 mínútur að lengd. Aðgangseyrir er 1.200 krónur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.