Þrír viðburðir á List án landamæra í Skaftfelli

SKA Hallormssta ur 18 webÞrír listviðburðir sem tengjast hátíðinni List án landamæra verða í menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði í dag. Þátttakendur koma aðallega úr skólum.

Fyrsta verður skuggaleikhús í Bistróinu klukkan 14:00 sem ber yfirskriftina „Gleymdar þjóðsögur"

„Landamærin sem voru könnuð vísa í máltakið hvað ungur nemur gamall temur. Þjóðsagan var leituð uppi í huga einstakinga sem eru að týna heimi sínum og minningum í Alzheimer-sjúkdómnum.

Viðtöl voru tekin við vistmenn Norðurhlíðar á sjúkrahúsi Seyðisfjarðar um heiminn sem þau upplifðu sex ára að aldri. Elstu nemendur úr leiksskólanum Sólvöllum, Seyðisfirði, hlustuðu á minningarnar, túlkuðu og sköpuðu þennan skuggaleik," segir í tilkynningu.

Á Vesturveggnum verður sýningin „Úr rótum fortíðar." Um er að ræða sýningu á myndskreytingum við þjóðlega sagnahefð eftir nemendur úr 3. – 6. bekk í Seyðisfjarðarskóla undir leiðsögn Þorkels Helgasonar teiknikennara.

Þaðan verður farið yfir í Bókabúðina – verkefnarými þar sem myndlistarsýningin Disney, Latibær og Leikfangasaga. Daníel Björnsson, undir handleiðslu Elvars Más Kjartanssonar hljóðlistamanns, sýnir fjölbreyttar teikningar sem hann vann veturinn 2013-2014. Ef veður leyfir verða flugdrekar til afnota fyrir þá sem vilja leika sér.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.