Af hverju geta hækjur ekki verið þægilegar? Ungir Austfirðingar vinna með nýja hugmynd

haekjuhopur nyskopun hrÞrír Austfirðingar hafa síðustu vikur tekið þátt í hanna nýja gerð af hækjum en verkefnið er hluti af háskólanámi þeirra. Markmiðið er að hanna hækjur sem eru á allan hátt þægilegri fyrir notendur en þær sem eru notaðar í dag.

Austfirðingarnir eru Andrea Valgeirsdóttir og Freydís Edda Benediktsdóttir, sem eru í verkfræði og sálfræðineminn Ólafur Eyjólfsson. Með þeim í hóp eru að auki tveir viðskiptafræðinemar og lögfræðingur.

Verkefnið er hluti af áfanganum „Nýsköpun og stofnun fyrirtækja" við Háskólann í Reykjavík. Hugmyndin sem þau hafa verið með að hanna nýjar og betri hækjur sem þægilegra sé að nota.

„Af hverju geta hækjur ekki bara verið þægilegar ? Af hverju þurfa hækjur að meiða mann í höndunum ef að maður notar þær mikið og af hverju eru hækjur svona fyrirferðamiklar ? Þetta eru spurningar sem að við reynum að svara með vörunni okkar," segja þau.

Í botninum á hækjunni verður dempun, sem að gerir það að verkum að auðveldara verður að ferðast um á henni. Á handfanginu verður gelpúði sem að aðlagar sig að lófanum, svo að enginn fái nuddsár. Einnig verður hægt að skipta um handföng á hækjunni, þannig að hún getur verið eins og „venjuleg" hækja, eða bara eins og einfaldur stafur (fyrir eldra fólk).

Einnig verður hægt að setja framlengingu þannig að hún nái upp að handakrikanum þannig hægt sé að dreifa álagspunktum.

Þá verður að brjóta hækjuna saman með einu handtaki svo að þær séu minni umfangs og auðveldara að koma þeim fyrir á ferðalögum. Seglar eru á handföngunum þannig hækjurnar haldist saman þegar fólk leggur þær frá sér.

Hækjurnar eru enn einungis á teikniborðinu en töluverð vinna liggur að baki hugmyndinni. „Við erum búin að gera viðskiptaáætlun, fylla út samninga og gera markaðsáætlun. Einnig erum við búin að gera þrjár kannanir og heimsóttum endurhæfingardeild Grensáss og spjölluðum þar við sjúklinga sem þurftu að vera á hækjum til lengri tíma

Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt, spennandi og gefandi verkefni, þetta á eftir að nýtast manni í framtíðinni og alltaf gaman að takast á við svona verkefni."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.