Skip to main content

Með sítt að aftan í Egilsbúð: Myndir

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. nóv 2012 13:07Uppfært 16. nóv 2012 13:23

rokkveisla í Egilsbúð

Rokkveisla Blús-, rokk- og jazzklúbbsins á Nesi (Brján), „Með sítt að aftan“ var frumsýnd um helgina í Egilsbúð í Neskaupstað með glæsibrag. 

Hljómsveitina skipuðu þeir Þorlákur Ægir Ágústsson á hljómborð, Helgi Georgsson einnig á hjómborð, Jón Hilmar Kárason á gítar, Marías Benedikt Kristjánsson á trommur og Viðar Guðmundsson á bassa. Fyrir sýningu var boðið upp á þriggja rétta máltíð.

Andri Bergmann hóf veisluna með trompi og söng lagið „Thriller.“ Söngvarar voru þau Heiðrún Helga Snæbjörnsdóttir, Soffía Björgúlfsdóttir, Þorvaldur Einarsson, Sigurveig Stefánsdóttir, Helgi Georgsson og eins og áður segir Andri Bergmann.  

Þau sungu hvern stórsmellinn á eftir öðrum, þar má m.a. nefna „Don’t stop believing „ sem Journey gerði svo frægt um árið, „Simply the best“ með Tinu Turner, „Walk like an Egyptian“ , „Girls just wanna have fun“ og mörg fleiri.

Um 200 manns mættu og voru gestirnir í banastuði og var frábær stemning í salnum. Að skemmtuninni loknu var haldið ball undir leik hljómsveitarinnar og Andra.

 

rokkveislarokkveislarokkveislarokkveislarokkveislarokkveislarokkveislarokkveislarokkveislarokkveislarokkveislarokkveislarokkveislarokkveislarokkveisla