Framboðsfundir í Fjarðabyggð

stodvarfjordur2Fundaröð frambjóðenda í þéttbýliskjörnum Fjarðabyggðar hefst á Stöðvarfirði í kvöld. Þá mætast oddvitar framboðanna þriggja í Speglinum í Ríkisútvarpinu í kvöld.

Útvarpsútsendingin hefst klukkan 18:05 á samtengdum rásum. Meðal þess sem rætt verður á framboðsfundinum í kvöld eru skuldir bæjarfélagsins, samgöngumál og deilur um nýjan leikskóla í Neskaupstað.

Stjórnendur þáttarins eru fréttamennirnir Rúnar Snær Reynisson og Arnar Páll Hauksson. Þrír listar eru í framboði: Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Fjarðalistinn.

Eftir þáttinn halda oddvitarnir suður á Stöðvarfjörð þar sem haldinn verður opinn framboðsfundir í grunnskólanum sem hefst klukkan 20:00.

Fundurinn markar upphaf framboðsfundaraðar í sveitarfélaginu. Einn fundur verður á dag til föstudags. Næst verður farið til Fáskrúðsfjarðar, síðan Reyðarfjarðar, svo Eskifjarðar og loks Neskaupstaðar.

Fundirnir hefjast allir klukkan 20:00 og fara fram í grunnskóla hvers staðar, utan Eskifjarðar en sá fundur verður í Kirkju – og menningarmiðstöðinni. Þá hefur ekki enn verið tekin ákvörðun um tímasetningu fundar á Mjóafirði.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.