Ársfundur sjálfbærniverkefnis Alcoa og Landsvirkjunnar

sjalfbaernifundur april14Þriðjudaginn 29. apríl fór fram ársfundur sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar en hann var haldinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Fjöldi manns víðs vegar að á Austurlandi mætti á fundinn og á þeim tíu árum síðan verkefninu var hrint af stað hafa aldrei jafnmargir fundargestir látið sjá sig.

Tilgangurinn með ársfundi er sá að fulltrúar í stjórn verkefnisins koma á framfæri niðurstöðum um ýmsa vísa sem fylgst er með og skráðar niðurstöður skömmu eftir hver áramót. Vísana, ásamt niðurstöðum, má skoða á síðu verkefnisins, www.sjalfbaerni.is. Þeim er skipt í þrjá flokka: umhverfi, efnahag og samfélag, sem eru þrjár meginstoðir sjálfbærrar þróunar.

Ljóst er að ekki er hægt að kynna alla vísana á einum fundi og því var sérstakt þema valið fyrir fundinn, sem er menntun. Á ársfundinum voru flutt nokkur ólík en áhugaverð erindi sem tengjast menntun og sjálfbærni. Þá fór fram hópavinna þar sem áfram var unnið með menntunarhugtakið og sjálfbærni. Niðurstöður hópavinnunnar munu nýtast þeim sem halda utan um sjálfbærniverkefnið að þróa það áfram og ef til vill útvíkka það.

Á fundinum voru nokkrir vísar kynntir sérstaklega og sagt frá verkefnum sem hafa verið í gangi og snerta það svæði sem verkefnið tekur til. Þannig var greint frá umhverfisvöktunum hjá Fjarðaáli, landgræðsluverkefni við Kárahnjúkalón á vegum Landsvirkjunar og framkvæmdum við breytingar á ósi Lagarfljóts við Héraðsflóa sem var einnig á vegum Landsvirkjunar.

Í stjórn verkefnisins sitja fulltrúar Landsvirkjunar, Alcoa, Landverndar og Austurbrúar en fundarstjóri ársfundarins var Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.