Skip to main content

Gospelnámskeiði lauk með gospelmessu

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. okt 2012 13:25Uppfært 16. nóv 2012 13:28

Um fimmtíu þátttakendur tóku þátt í gospelnámskeiði sem haldið var nýverið í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði. Því lauk með gospelmessu þar sem afrakstur helgarinnar var sunginn.

Stjórnendur námskeiðsins komu frá Fíladelfíusöfnuðnum, þau Óskar Einarsson, Fanný Kristín Tryggvadóttir og Hrönn Svansdóttir. Þetta í 11 skipti sem námskeiðið hefur verið haldið.

Námskeiðið stóð frá föstudegi til sunnudags og lauk á gospelmessu þar sem sungin voru níu lög sem æfð voru yfir helgina.

Þeir sem treystu sér gátu sungið einsöng.  Sigurbjörg Ingvarsdóttir Hraundal söng Náðarfaðmur, Tinna Hrönn Smáradóttir söng  Kveiktu ljós og Valdís söng Eins og hind. 

Hátt í 200 manns mættu á tónleikana til að njóta tónlistarinnar og skemmta sér.