Gospelnámskeiði lauk með gospelmessu
Um fimmtíu þátttakendur tóku þátt í gospelnámskeiði sem haldið var nýverið í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði. Því lauk með gospelmessu þar sem afrakstur helgarinnar var sunginn.
Stjórnendur námskeiðsins komu frá Fíladelfíusöfnuðnum, þau Óskar Einarsson, Fanný Kristín Tryggvadóttir og Hrönn Svansdóttir. Þetta í 11 skipti sem námskeiðið hefur verið haldið.
Námskeiðið stóð frá föstudegi til sunnudags og lauk á gospelmessu þar sem sungin voru níu lög sem æfð voru yfir helgina.
Þeir sem treystu sér gátu sungið einsöng. Sigurbjörg Ingvarsdóttir Hraundal söng Náðarfaðmur, Tinna Hrönn Smáradóttir söng Kveiktu ljós og Valdís söng Eins og hind.
Hátt í 200 manns mættu á tónleikana til að njóta tónlistarinnar og skemmta sér.