Námskeið fyrir foreldra um góð samskipti á netinu

frambodsfundur va 0010 webDale Carnegie og Vodafone bjóða foreldrum og forráðamönnum barna á ókeypis námskeið um góð samskipti á netinu í hinum stafræna heimi.

Netið og hinir margvíslegu samfélagsmiðlar á borð við Facebook, Twitter, Snapchat og Vine, bjóða upp á nýjar áskoranir í samskiptum og til að geta varað við og afstýrt hættum skuggahliða netsins er nauðsynlegt að vera í góðum samskiptum við börnin ekki síður en að kenna börnunum góð samskipti á netinu.

Fimmtudaginn 22. maí verður námskeið haldið á Egilsstöðum þar sem þeir Ólafur Jóelsson og Heimir Jónasson, samskiptaþjálfarar Dale Carnegie, ræða um þær áskoranir sem foreldrar og forráðamenn standa frammi fyrir á tímum netvæðingar og samfélagsmiðla.

Á námskeiðinu verða skoðuð áhrif samskiptareglna á myndun tengsla og trausts, hvernig hægt er að auka samvinnu barna og foreldra og hvort samskipti okkar á netinu eru frábrugðin hefðbundnum mannlegum samskiptum. Hvert námskeið tekur um eina og hálfa klukkustund og er öllum ókeypis.

Hægt er að skrá sig til þátttöku á www.dale.is/vodafone

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.