Skip to main content

Námskeið fyrir foreldra um góð samskipti á netinu

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. maí 2014 13:09Uppfært 21. maí 2014 13:12

frambodsfundur va 0010 webDale Carnegie og Vodafone bjóða foreldrum og forráðamönnum barna á ókeypis námskeið um góð samskipti á netinu í hinum stafræna heimi.


Netið og hinir margvíslegu samfélagsmiðlar á borð við Facebook, Twitter, Snapchat og Vine, bjóða upp á nýjar áskoranir í samskiptum og til að geta varað við og afstýrt hættum skuggahliða netsins er nauðsynlegt að vera í góðum samskiptum við börnin ekki síður en að kenna börnunum góð samskipti á netinu.

Fimmtudaginn 22. maí verður námskeið haldið á Egilsstöðum þar sem þeir Ólafur Jóelsson og Heimir Jónasson, samskiptaþjálfarar Dale Carnegie, ræða um þær áskoranir sem foreldrar og forráðamenn standa frammi fyrir á tímum netvæðingar og samfélagsmiðla.

Á námskeiðinu verða skoðuð áhrif samskiptareglna á myndun tengsla og trausts, hvernig hægt er að auka samvinnu barna og foreldra og hvort samskipti okkar á netinu eru frábrugðin hefðbundnum mannlegum samskiptum. Hvert námskeið tekur um eina og hálfa klukkustund og er öllum ókeypis.

Hægt er að skrá sig til þátttöku á www.dale.is/vodafone