Skip to main content

Jón Hilmar: Í fyrsta sinn sem ég spila á jólatré

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. sep 2012 13:32Uppfært 16. nóv 2012 13:34

Jón Hilmar gítarleikari

Stórgítarleikarinn Jón Hilmar Kárason lætur vel að austfirskum gítar sem til sýnis hefur verið í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í þessari viku í tengslum við hönnunarráðstefnuna Make it Happen. Jón Hilmar lék á hljóðfærið þegar ráðstefnan var sett á miðvikudagskvöld.

Kassagítarinn er smíðaður af Hlyni Halldórssyni á Miðhúsum á Fljótsdalshéraði. „Hann vissi ekkert um gítarsmíði en þetta er frábær frumgerð,“ sagði Jón Hilmar þegar hann sýndi gestum gripinn.

Bakhlið gítarsins er úr við úr Hallormsstað en bakhliðin er „gamalt jólatré úr Fellabæ“ að sögn Jóns sem bætti við: „Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila á jólatré.“