Vinnusmiðja með SHÄR hópnum í dag

Shar myndDanshópurinn SHÄR stendur fyrir opinni vinnustofu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld. Markmið hópsins er að dreifa og miðla dansi til allra, alls staðar.

Hópurinn hefur síðustu ár haldið vinnusmiðjur í Svíþjóð, Noregi og Ítalíu. Nú mun hópurinn heimsækja Egilsstaði ásamt fleiri bæjum í kringum landið.

Í vinnusmiðjunum er kenndur einfaldur dans sem allir geta lært ásamt því að kanna hreyfingar og finna sinn eigin stíl í dansinum.Unnið er með ólíka tónlist og skoða hvernig hægt sé að nota hana á mismunandi hátt í dansinum.

Í vinnusmiðjunum er einnig skoðað hvernig hægt er að nota dans og video saman og búa til myndbrot í samvinnu við kvikmyndagerðarmenn. Vinnusmiðja er opin öllum og fyrri reynsla af dansi er alls ekki nauðsynleg, aðalatriðið er að hafa gaman af og skoða hvað dans hefur upp á að bjóða.

Þátttaka í smiðjunni er ókeypis en skráning er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þátttakendur eru minntir á að mæta í strigaskóm.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.