Íbúar lögðu hönd á plóg við að fegra bæinn

samfelagsdagur egs mai14Á þriðja tug Héraðsbúa lögðu hönd á plóg við fegrun umhverfis í Fellabæ og á Egilsstöðum á samfélagsdegi á laugardag. Verkefnisstjóri segir daginn nýtast í verkefni sem annars kæmust ekki í verk.

Dagurinn var nú haldinn í þriðja sinn en markmið hans er að fá íbúa til að leggja sitt af mörkum við fegrun bæjarins.

Meðal verkefna var tiltekt við Sláturhúsið og í Selskógi, stígagerð í Fellabæ og snyrting við kirkjuna þar sem kvenfélagskonur úr Bláklukku lögðu sitt af mörkum.

„Dagurinn skiptir töluverður máli fyrir þessi svæði. Þarna er ráðist í verkefni sem ekki væri hægt að vinna annars. Þetta er þannig viðbót við það sem menn komast yfir í vinnuskólanum," segir Freyr Ævarsson, verkefnisstjóri umhverfismála hjá sveitarfélaginu.

Unnið að tiltekt við Sláturhúsið. Mynd: Sigrún Hólm Þorleifsdóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.