Leita eftir áliti íbúa á miðbænum: VisitEgilsstadir.is opnar með þjónustukönnun

visit egilsstadir scrnshotNýr vefur Þjónustusamfélagsins á Fljótsdalshéraði, visitegilsstadir.is, var opnaður fyrir skemmstu. Þar er nú í gangi könnun um ásýnd heimamanna á miðbæinn á Egilsstöðum.

„Við viljum fá að heyra skoðun íbúa Héraðsins á nokkrum mikilvægum atriðum er varða ímynd miðbæjarins, ásýnd hans og þjónustu. Jafnframt að fá fram hugmyndir er stuðlað geta að því að gera svæðið enn skemmtilegra og betra sem verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir íbúa og gesti," segir Magnfríður Ólöf Pétursdóttir hjá Austurför sem heldur utan um vefinn.

Vefnum er ætlað að draga fram afþreyingu, áhugaverða staði og þjónustu á Héraði, bæði á íslensku og ensku. Henni er ætlað að vera leiðarvísir fyrir ferðamenn og skipar stóran sess í að gera Héraðið og allt sem það hefur uppá að bjóða sýnilegra.

Sveitarfélagið greiddi fyrir heimasíðuna og vinnuna við uppsetningu hennar en hún var, ásamt samningi við Þjónustusamfélagið á Héraði, innlegg sveitarfélagsins í markaðssetningu og kynningarmál Fljótsdalshéraðs.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.