Skip to main content

Leita eftir áliti íbúa á miðbænum: VisitEgilsstadir.is opnar með þjónustukönnun

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. maí 2014 11:28Uppfært 23. maí 2014 13:06

visit egilsstadir scrnshotNýr vefur Þjónustusamfélagsins á Fljótsdalshéraði, visitegilsstadir.is, var opnaður fyrir skemmstu. Þar er nú í gangi könnun um ásýnd heimamanna á miðbæinn á Egilsstöðum.


„Við viljum fá að heyra skoðun íbúa Héraðsins á nokkrum mikilvægum atriðum er varða ímynd miðbæjarins, ásýnd hans og þjónustu. Jafnframt að fá fram hugmyndir er stuðlað geta að því að gera svæðið enn skemmtilegra og betra sem verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir íbúa og gesti," segir Magnfríður Ólöf Pétursdóttir hjá Austurför sem heldur utan um vefinn.

Vefnum er ætlað að draga fram afþreyingu, áhugaverða staði og þjónustu á Héraði, bæði á íslensku og ensku. Henni er ætlað að vera leiðarvísir fyrir ferðamenn og skipar stóran sess í að gera Héraðið og allt sem það hefur uppá að bjóða sýnilegra.

Sveitarfélagið greiddi fyrir heimasíðuna og vinnuna við uppsetningu hennar en hún var, ásamt samningi við Þjónustusamfélagið á Héraði, innlegg sveitarfélagsins í markaðssetningu og kynningarmál Fljótsdalshéraðs.