Kosningaþáttur á N4 og framboðsfundur á Egilsstöðum
Sjónvarpsstöðin N4 sýnir í dag sérstakan kosningaþátt um Austurland og í kvöld verður opinn framboðsfundur allra framboða á Fljótsdalshéraði.Gísli Sigurgeirsson heimsótti Austurland í síðustu viku og fór víða en afrakstur ferðarinnar verður sýndur á N4 klukkan 15:00 í dag.
Byrjað verður á að fjalla um Fjarðabyggð, en síðan um Breiðdalshrepp, Djúpavog, Fljótsdalshérað, Fljótdalshrepp, Seyðisfjörð, Borgarfjarðarhrepp og Vopnafjörð.
Rætt er við frambjóðendur allra lista og kjósendur að auki í 90 mínútna þætti.
Þá verður opinn framboðsfundur með fulltrúum allra framboða á Fljótsdalshéraði í kvöld klukkan 20:00 í Egilsstaðaskóla.