Kosningaþáttur á N4 og framboðsfundur á Egilsstöðum

gisli sigurgeirsson glettur webSjónvarpsstöðin N4 sýnir í dag sérstakan kosningaþátt um Austurland og í kvöld verður opinn framboðsfundur allra framboða á Fljótsdalshéraði.

Gísli Sigurgeirsson heimsótti Austurland í síðustu viku og fór víða en afrakstur ferðarinnar verður sýndur á N4 klukkan 15:00 í dag.

Byrjað verður á að fjalla um Fjarðabyggð, en síðan um Breiðdalshrepp, Djúpavog, Fljótsdalshérað, Fljótdalshrepp, Seyðisfjörð, Borgarfjarðarhrepp og Vopnafjörð.

Rætt er við frambjóðendur allra lista og kjósendur að auki í 90 mínútna þætti.

Þá verður opinn framboðsfundur með fulltrúum allra framboða á Fljótsdalshéraði í kvöld klukkan 20:00 í Egilsstaðaskóla.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.