Kynna sér starfsemi fyrirtækja á Austurlandi: Ekki búin að ákveða framtíðina

faskrudsfjardarskoli hugvangur 0005 webNemendur í tíunda bekk Grunnskóla Fáskrúðsfjarðarskóla heimsóttu í morgun Hugvang þar sem Austurfrétt er til húsa. Bekkurinn ferðast um Austurland í dag til að kynna sér starfsemi fyrirtækja á svæðinu.

Dagurinn hófst á Launafli en þaðan var haldið upp í Hugvang þar sem Austurfrétt er ásamt auglýsingastofunni Augasteinum, Austurneti, AN Lausnum, AX North, Rational Network.

Í ferðinni voru átta nemendur auk skólastjórans Einars Más Sigurðssonar og bílstjórans Sveins Sigurbjarnarsonar.

Frá hugvangi var haldið á Heilbrigðisstofnun Austurlands en eftir hádegið verður keyrt upp í Hallormsstað í Skógrækt ríkisins.

Ferðin er hluti af starfskynningarnámi nemendanna en Einar Már segir markmiðið að kynna þeim sem fjölbreyttust störf.

Aðspurðir sögðust nemendurnir ekki vera búnir að ákveða framtíðarstarfsvettvang utan eins sem stefnir í vélvirkjun eða vélstjóra. Þau stefna þó öll í framhaldsskóla í haust og dreifast í Menntaskólann á Egilsstöðum, Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólann við Sund auk þess sem ein heldur til Þýskalands.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.