Umfangsmikil hátíðahöld í tilefni sjómannadagsins og 70 ára afmæli Eskju

IMG 8692 webFjölbreytt dagskrá verður í boði víða um Austurland í tilefni sjómannadagsins. Hátíðahöldin verða einna umfangsmest á Eskifirði þar sem haldið er upp á 70 ára afmæli Eskju.

Eskja var stofnuð sem Hraðfrystihús Eskifjarðar þann 8. maí árið 1944 og byggt upp af heimamönnum. Forstjórinn var lengst af Aðalstinn Jónsson eða Alli ríki sem gegndi því starfi frá árinu 1960-2000.

Annað kvöld klukkan 20:15 verða stórtónleikar á Eskjutúninu þar sem fram koma Bubbi Morthens, Matti Matt, Raggi Bjarna, Guðrún Gunnars, Egill Ólafs og Erna Hrönn auk þess sem heimasveitin Lion Bar hitar upp.

Í Oddsskarði er haldið Fjallaskíðafestival og vegleg dagskrá verður á Eskifirði, Neskaupstað og á Fáskrúðsfirði um helgina. Nánari upplýsingar um hana er að finna á vef Fjarðabyggðar.

Á Vopnafirði verður hópsigling í fyrramálið og annað kvöld tónleikar með vestur-íslenska tónlistarmanninum Lindy Vopnfjord. Á sunnudag verður minningarathöfn við minnisvarðann um drukknaða sjómenn og hátíðarkaffi í Miklagarði.

Á Borgarfirði verður hópsigling á sunnudag, svo hinn víðfrægi belgjaslagur og loks hátíðarkaffi.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.