Svipmyndir frá sjómannadegi

esk1 ueSjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða á Austfjörðum um síðustu helgi. Misjafnt er eftir stöðum hvernig dagskráin breiðir úr sér en á flestum stöðum eru viðburðir bæði á laugardegi og sunnudegi.

Víðast hvar er boðið upp á fasta liði eins og hópsiglingu, kaffihlaðborð og sjómannadagsmessu auk annarra skemmtiviðburða.

Á Vopnafirði var meðal annars farið í hópsiglingu og á Eskifirði var vegleg dagskrá með útitónleikum á laugardagskvöldinu í tilefni 70 ára afmælis Eskju. Á Eskjutúninu var síðan fjölbreytt fjölskyldudagskrá á sunnudag með tónleikum, hoppiköstulum og töframanni.

Myndir frá Vopnafirði: Örn Björnsson
Myndir frá Eskifirði: Unnar Erlingsson

esk2 ueesk3 ueesk4 ueesk5 uevopni1 obvopni2 ob

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.