Svipmyndir frá sjómannadegi
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. jún 2014 14:49 • Uppfært 04. jún 2014 14:49
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða á Austfjörðum um síðustu helgi. Misjafnt er eftir stöðum hvernig dagskráin breiðir úr sér en á flestum stöðum eru viðburðir bæði á laugardegi og sunnudegi.
Víðast hvar er boðið upp á fasta liði eins og hópsiglingu, kaffihlaðborð og sjómannadagsmessu auk annarra skemmtiviðburða.
Á Vopnafirði var meðal annars farið í hópsiglingu og á Eskifirði var vegleg dagskrá með útitónleikum á laugardagskvöldinu í tilefni 70 ára afmælis Eskju. Á Eskjutúninu var síðan fjölbreytt fjölskyldudagskrá á sunnudag með tónleikum, hoppiköstulum og töframanni.
Myndir frá Vopnafirði: Örn Björnsson
Myndir frá Eskifirði: Unnar Erlingsson





