Gamlar myndir af Austfirðingum gerðar aðgengilegar á netinu

einar vilhjalms sumarhatid sigadHéraðsskjalasafn Austfirðinga opnaði í síðustu viku ljósmyndavef með myndum úr eigu safnsins. Gerðar hafa verið aðgengilegar 55 þúsund myndir í eigu safnsins.

Myndirnar koma frá Ljósmyndasafni Austurlands, sem er sérstök deild innan Héraðsskjalasafnsins. Á vefnum er er hægt að skoða fjölbreytt myndasöfn allt frá mannamyndum teknum fyrir aldamótin 1900 til frétta- og íþróttamynda frá síðari helmingi 20. aldar.

Vefurinn er afrakstur sérstaks átaksverkefnis um skönnun og skráningu ljósmynda sem hefur staðið yfir frá árinu 2011 með sérstökum styrk frá ríkissjóði, Fljótsdalshéraði, Fljótsdalshreppi og fleiri aðilum. Verkefnið er unnið í samstarfi við Héraðsskjalasafn Árnesinga og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga.

Heildarfjöldi mynda hjá Ljósmyndasafni Austurlands er um 80 þúsund og sífellt bætist við safnið. Myndum á ljósmyndavefnum á því eftir að fjölga enn frekar eftir því sem fjármagn fæst í verkefnið.

Myndirnar eru aðgengilegar á myndir.heraust.is

Mannfjöldi fylgist með Einari Vilhjálmssyni, spjótkastara, á hátindi ferilsins á Sumarhátíð UÍA árið 1988. Mynd: Sigurður Aðalsteinsson/Ljósmyndasafn Austurlands

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.