Færði Fjarðabyggð þyrlumódel að gjöf frá Sikorsky-verksmiðjunum

vodlavik 0317 webGary Copsey, þyrluflugmaður, kom færandi hendi til Fjarðabyggðar því hann hafði í farteskinu módel af Sikorsky HH 60-G Pave Hawk, sem þyrlusveit bandaríska hersins notaði hér á landi frá árinu 1990 þar til hún var flutt til Bretlands árið 2006, og notaðar voru við björgunina í Vöðlavík. Reynsla þaðan nýttist til að betrumbæta hönnun þyrlanna.

„Sikorsky-verksmiðjurnar komust að þessum viðburði því ég sagði þeim frá honum. Þar mundu menn eftir björgunarleiðangrinum og spurðu: „Ef við sendum þyrlu með þér handa heimamönnum til að hafa til sýnis ertu þá til í að afhenda hana," og ég sagði að það væri í góðu.

Ég afhendi þessa þyrlu fyrir hönd Sikorsky en einnig okkar sem tókum þátt í björguninni," sagði Copsey við afhendingu þyrlunnar á Eskifirði á föstudag.

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, veitti þyrlunni viðtöku og afhenti Copsey skjöld með merki Fjarðabyggðar. „Þetta var ótrúlegur björgunarleiðangur sem við munum aldrei gleyma," sagði Jón Björn.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.