Færði Fjarðabyggð þyrlumódel að gjöf frá Sikorsky-verksmiðjunum
Gary Copsey, þyrluflugmaður, kom færandi hendi til Fjarðabyggðar því hann hafði í farteskinu módel af Sikorsky HH 60-G Pave Hawk, sem þyrlusveit bandaríska hersins notaði hér á landi frá árinu 1990 þar til hún var flutt til Bretlands árið 2006, og notaðar voru við björgunina í Vöðlavík. Reynsla þaðan nýttist til að betrumbæta hönnun þyrlanna.„Sikorsky-verksmiðjurnar komust að þessum viðburði því ég sagði þeim frá honum. Þar mundu menn eftir björgunarleiðangrinum og spurðu: „Ef við sendum þyrlu með þér handa heimamönnum til að hafa til sýnis ertu þá til í að afhenda hana," og ég sagði að það væri í góðu.
Ég afhendi þessa þyrlu fyrir hönd Sikorsky en einnig okkar sem tókum þátt í björguninni," sagði Copsey við afhendingu þyrlunnar á Eskifirði á föstudag.
Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, veitti þyrlunni viðtöku og afhenti Copsey skjöld með merki Fjarðabyggðar. „Þetta var ótrúlegur björgunarleiðangur sem við munum aldrei gleyma," sagði Jón Björn.