Á strandstað í Vöðlavík 20 árum síðar -Myndir

vodlavik 0143 webÁ annað hundrað gestir lögðu leið sína í Vöðlavík síðastliðinn föstudag þar sem afhjúpaður var minnisvarði í Vöðlavík í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá tveimur fræknum björgunarafrekum þar.

Þann 18. desember 1993 var fimm skipverjum af Bergvíkinni bjargað í land með línu af strandstað af austfirskum björgunarsveitum. Þann 10. janúar bjargaði þyrlusveit bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli sex af sjö áhafnarmeðlimum Goðans sem var að reyna að draga Bergvíkina af strandstað. Einn skipverji lést, Geir Jónsson, stýrimaður.

Björgunarafrekið vakti upp mikla umræðu um nauðsyn þess að efla þyrlusveit Landhelgisgæslunnar enda var það gert í kjölfarið. Afrekið vakti einnig athygli innan hersins og er það verk sem flestar viðurkenningar hafa verið veittar fyrir á friðartímum.

Björgunarsveitirnar Brimrún á Eskifirð og Gerpir í Neskaupstað stóðu fyrir gerð minnisverksins og athöfninni en Gary Copsey, aðstoðarflugmaður annarrar bandarísku þyrlanna, afhjúpaði minnisvarðann.

Áhöfn TF-Syn, þyrlu Landhelgisgæslunnar, tók þátt í afhöfninni og æfði björgun af sjó með austfirskum björgunarsveitum þar sem björgunarskipið Hafbjörg úr Neskaupstað fór fremst í flokki.

Þá voru við athöfnina meðlimir úr bandaríska flughernum sem eru á landinu í tengslum við lofthelgivörslu Íslands.

vodlavik 0014 webvodlavik 0018 webvodlavik 0041 webvodlavik 0054 webvodlavik 0059 webvodlavik 0084 webvodlavik 0085 webvodlavik 0087 webvodlavik 0102 webvodlavik 0106 webvodlavik 0122 webvodlavik 0123 webvodlavik 0124 webvodlavik 0132 webvodlavik 0138 webvodlavik 0141 webvodlavik 0152 webvodlavik 0155 webvodlavik 0169 webvodlavik 0181 webvodlavik 0190 webvodlavik 0194 webvodlavik 0199 webvodlavik 0202 webvodlavik 0213 webvodlavik 0215 webvodlavik 0216 webvodlavik 0227 webvodlavik 0254 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.