Opnar Glugga í Sláturhúsinu í dag

slaturhusid egsSaga Unnsteinsdóttir, nemi í myndlist við Lasalla Collage of the Arts í Singapúr opnar í dag sýninguna Glugga í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Saga ólst upp í Fellabæ og á fjölskyldu þar.

Saga útskrifaðist a listabraut Fjölbrautarskólans í Breiðholti árið 2012 og hefur sýnt á þrem samsýningum með FB og haldið eina einkasýningu síðan. Í Lasalle hefur hún, á fyrsta árinu sérhæft sig í málverki en hefur mikinn áhuga á öðrum sviðum eins og kvikmyndun og konsept list.

Á sýningunni verða sýndar teikningar, prent- og málverk. „Konseptið snýst um ritmálið, ljóðlist og merkingu og mikilvægi orða í nútímalist.

Þegar fólk horfir á list er verið að horfa á list og texta um list - og það er það sem ég er að vinna með í þessum verkum. Ýmsir útúrsnúningar á sambandi listar og lesefnis", segir Saga.

Sýningin opnar klukkan 17:00 og stendur til loka mánaðarins.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.