Opnar Glugga í Sláturhúsinu í dag
Saga Unnsteinsdóttir, nemi í myndlist við Lasalla Collage of the Arts í Singapúr opnar í dag sýninguna Glugga í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Saga ólst upp í Fellabæ og á fjölskyldu þar.Saga útskrifaðist a listabraut Fjölbrautarskólans í Breiðholti árið 2012 og hefur sýnt á þrem samsýningum með FB og haldið eina einkasýningu síðan. Í Lasalle hefur hún, á fyrsta árinu sérhæft sig í málverki en hefur mikinn áhuga á öðrum sviðum eins og kvikmyndun og konsept list.
Á sýningunni verða sýndar teikningar, prent- og málverk. „Konseptið snýst um ritmálið, ljóðlist og merkingu og mikilvægi orða í nútímalist.
Þegar fólk horfir á list er verið að horfa á list og texta um list - og það er það sem ég er að vinna með í þessum verkum. Ýmsir útúrsnúningar á sambandi listar og lesefnis", segir Saga.
Sýningin opnar klukkan 17:00 og stendur til loka mánaðarins.
Sýningin opnar klukkan 17:00 og stendur til loka mánaðarins.