Síminn og Vodafone bjóða upp á 4G þjónustu á Austurlandi: Bæði segjast hafa sett upp fyrsta sendinn

4G Austurland vodafoneFjarskiptafyrirtækin Síminn og Vodafone bjóða nú upp á 4G farsímasamband á Egilsstöðum og nágrenni. Staðallinn flytur gögn hraðar heldur en fyrri farsímastaðlar. Bæði símafélögin segjast hafa sett upp fyrsta sendinn.

Austurfrétt bárust tilkynningar frá sitt hvoru símafélaginu þar sem þau halda því fram að þau hafi sett upp fyrsta 4G sendinn á Austurlandi. Tilkynning Símans barst á föstudag en í dag frá Vodafone.

Í fréttatilkynningu frá Símanum kemur fram að Síminn sé „fyrstur til að setja upp þessa fjórðu kynslóð farsímasenda á Austurlandi."

„Við fögnum því að geta loks boðið þessa þjónustu á svæðinu," segir í tilkynningu Vodafone þar sem talað er um að viðskiptavinir fyrirtækisins geti komist 4G samband eftir að fyrsti sendirinn á Austurlandi hafi verið gangsettur á dögunum.

4G er komið til Egilsstaða og er Síminn fyrstur til að setja þessa fjórðu kynslóð farsímasenda upp á Austurlandi. 4G eflir sambandið í bænum til muna, íbúum og ferðamönnum sem vilja komast á netið í gegnum farsímasenda, til hagsbóta.

„4G tæknin bíður upp á umtalsvert hraðvirkari gagnaflutninga en 3G. Flutningshraði 4G tengingar jafnast á við góða heimanettengingu. Þetta þýðir sem dæmi að greiðlega er hægt að horfa á myndefni, streyma tónlist, spila tölvuleiki og fylgjast með fréttum í fríinu. Allt sem þarf er 4G sími eða einfaldur netbúnaður sem getur tengt eitt eða fleiri tæki við 4G netið," segir þar enn fremur.

„Nú er svo komið að yfir fimmtán prósent viðskiptavina Símans eru með 4G símtæki en þeir voru aðeins tvö prósent á landsvísu í upphafi árs 2013," segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.

Símafyrirtækin vinna nú að uppsetningu 4G kerfis um land allt en sendar hafa verið settir upp í Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, Skorradal, Grímsnesi, Hvalfirði, við Þingvallavatn og víða um höfuðborgarsvæðið og á Akureyri.

4G svæði á Fljótsdalshéraði. Mynd: Vodafone

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.