Fjárfesting Sky í Fortitude skilar sér
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 11. jún 2014 11:25 • Uppfært 12. jún 2014 12:18
Sky hefur þegar náð til baka þeirri fjárfestingu sem stöðin hefur lagt út fyrir við tökur á sjónvarpsþáttunum Fortitude. Tökum á Austurlandi lauk fyrir helgi.
Frá þessu greinir breski vefmiðillinn Broadcast Now en þegar hefur verið gengið frá sölu þáttanna til tíu sjónvarpsstöðva.
Ákvörðun um gerð Fortitude var tekin árið 2012 og síðan hefur Sky unnið að sölu þáttanna. Þeir eru sagðir þeir dýrustu sem stöðin hefur framleitt til þessa og taldir kosta um 28 milljónir punda eða 5,4 milljarða íslenskra króna.
Ekki hefur verið gefið upp hvaða sjónvarpsstöðvar hafa keypt þættina en bandaríska kapalsjónvarpsstöðin Pivot tryggði sér réttinn þar eftir að Starz dró sig út í apríl.
Þættirnir verða nánar kynntir á Mipcom kaupstefnunni í haust. Þeir verða teknir til sýninga í lok árs. Tökum á Austurlandi lauk fyrir helgi og hélt starfslið þáttanna af landi brott á laugardag.