SAM-félagið með sumarsýningu Sláturhússins

samfelagid sippubondSam-félagið, grasrótarsamtök skapandi fólks á Austurlandi, stendur að baki sumarsýningu Sláturhússins á Egilsstöðum sem opnuð verður á morgun. Útgangspunkturinn í ár er hönnun og listhandverk með vísan í menningu svæðisins og staðbundin hráefni.

Sýningin er tvíþætt og sýnir annars vegar afrakstur úr hönnunarverkefninu Designs from Nowhere sem fram fór á Austurlandi 2013 – 2014 og hins vegar samsýningu félaga í SAM-félaginu. Samtökin eru ört vaxandi afl á Austurlandi og vinna í alþjóðlegu samstarfi við að tengja saman ólíka þekkingu og reynslu sem leitt getur til nýsköpunar á sviði skapandi greina.

Sumarsýning Sláturhússins á Egilsstöðum hefur verið árlegur viðburður frá árinu 2009 og hafa að meðaltali fimmþúsund gestir sótt hverja sýningu. Það má því segja að sumarsýningin sé orðinn mikilvægur þáttur í lista- og menningarlífi staðarins.

Sýningin stendur til 10.ágúst og er opin mánudaga-fimmtudaga 18 – 22 og laugardaga 13 - 17.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.