Helgi Hall sæmdur fálkaorðunni
![helgi hall naust11](/images/stories/news/folk/helgi_hall_naust11.jpg)
Helgi fæddist árið 1935 að Holti í Fellum en ólst upp á Arnheiðarstöðum og Droplaugarstöðum í Fljótsdal. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1955 en nam síðan líffræði við háskóla í Göttingen og Hamborg í Þýskalandi.
Hann kenndi bæði í Eiðaskóla og MA en var síðan forstöðumaður við Náttúrugripasafnið á Akureyri 1964-1987 en hann fluttist þá austur í Egilsstaði.
Orðuna fær Helgi fyrir ritstörf og rannsóknir á íslenskri náttúru en eftir hann liggja bækur og fjöldi greina og smárita.
Árið 2011 fékk Helgi íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka fyrir sveppabók sína sem hann hafði unnið að í um tvo áratugi. Þá gaf hann út árið 2005 veglega bók um Lagarfljót.