Helgi Hall sæmdur fálkaorðunni

helgi hall naust11Helgi Hallgrímsson, náttúrufræðingur á Egilsstöðum, var í dag sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Helgi fæddist árið 1935 að Holti í Fellum en ólst upp á Arnheiðarstöðum og Droplaugarstöðum í Fljótsdal. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1955 en nam síðan líffræði við háskóla í Göttingen og Hamborg í Þýskalandi.

Hann kenndi bæði í Eiðaskóla og MA en var síðan forstöðumaður við Náttúrugripasafnið á Akureyri 1964-1987 en hann fluttist þá austur í Egilsstaði.

Orðuna fær Helgi fyrir ritstörf og rannsóknir á íslenskri náttúru en eftir hann liggja bækur og fjöldi greina og smárita.

Árið 2011 fékk Helgi íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka fyrir sveppabók sína sem hann hafði unnið að í um tvo áratugi. Þá gaf hann út árið 2005 veglega bók um Lagarfljót.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.