Þjóðhátíðardeginum fagnað í blíðskaparveðri - Myndir
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 17. jún 2014 22:41 • Uppfært 18. jún 2014 08:50
Austfirðingar fögnuðu þjóðhátíðardeginum í dag í einstakri veðurblíðu. Víða á svæðinu var fjölbreytt dagskrá í boði í tilefni dagsins.
Á Egilsstöðum var dagskrá í Tjarnargarðinum sem fimleikadeild Hattar skipulagði. Boðið var upp á kassabílarall, legókeppni, tónlistaratriði, leikatriði og húslestur svo dæmi séu nefnd.
Skrúðganga var frá Egilsstaðakirkju með skátana fremsta í flokki sem voru áberandi í dagskránni. Fjallkonan var Maríanna Jóhannsdóttir, framhaldsskólakennari.
Í Fjarðabyggð var dagskrá á Eskifirði. Þar var gengið frá Valhöll inn á Eskjutún þar sem boðið var upp á tónlistaratriði og fleiri skemmtiatriði. Fjallkonan var þingkonan Líneik Anna Sævarsdóttir.
Myndir frá Eskifirði: Ragnar Sigurðsson og Kristinn Þór Jónasson






































