Tónlistarstundir hefjast á afmælistónleikum Egilsstaðakirkju

egilsstadakirkja 0032 webTónleikaröðin Tónlistarstundir á Héraði hefst með 40 ára afmælistónleikum Egilsstaðakirkju annað kvöld. Stundirnar hafa verið fastur liður í tónlistarlífi Fljótsdalshéraðs frá árinu 2002.

Á morgun kemur fram kammerkór Egilsstaðakirkju auk Berglindar Halldórsdóttur, flautuleikara, Bjarma Hreinssonar, píanóleikara og Torvaldar Gjerde, organista sem einnig er stjórnandi kórsins. Síðan rekur hver viðburðurinn annan.

Tónlistarstundirnar eru vanalega stuttir tónleikar fyrri hluta sumars í Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju. Lögð hefur verið áhersla á að gefa tónlistarfólki af Austurlandi tækifæri til þess að koma fram en einnig hafa þekktir listamenn annars staðar frá komið að.

Í sumar verða tónleikarnir sem hér segir:

Fimmtudagur 19. júní klukkan 20:00
Afmælistónleikar Egilsstaðakirkju

Sunnudagur 22. júní klukkan 20:00 í Vallaneskirkju
Berglind Halldórsdóttir, blásturskennari á Héraði, klarínett, Vallanes kl. 20 Margrét Lára Þórarinsdóttir, söngkennari á Héraði, söngur og Daníel Arason, tónlistarskólastjóri og organisti, harmóníum.

Fimmtudagur 26. júní klukkan 20:00 í Egilsstaðakirkju
Sóley Guðmundsdóttir og Þórhildur Vigfúsdóttir, mezzó, Ásgerður Felixdóttir og Drífa Sigurðardóttir, alt. Allar eru þær söngnemar á Héraði. Torvald Gjerde, píanó og orgel

Sunnudagur 29. júní klukkan 18:00 í Vallaneskirkju
Flemming Víðar Valmundsson, upprennandi stjarna á Íslandi, harmonikka

Fimmtudagur 10. júlí klukkan 20:00 í Egilsstaðakirkju
Haukur Guðlaugsson, fyrrverandi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, orgel.

Sunnudagur 13. júlí klukkan 20:00 í Egilsstaðakirkju
Bjarmi Hreinsson, píanó og Ingibjörg Skarphéðinsdóttir, píanó, ásamt gestum. Þau eru bæði frá Héraði og stunda nám í Listaháskóla Íslands

Aðgangseyrir 1.000 kr., nemar 500 kr. Ath! Enginn posi.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.