Barði NK á frímerki

bardiNKSkuttogarinn Barði NK 120 er meðal þeirra sem prýða nýja seríu frímerkja frá Íslandspósti sem tileinkuð er togurum og fjölveiðiskipum.

Barði NK 120 var smíðaður í Frakklandi árið 1967 og mældist 328 tonn. Hann kom til lands í janúar árið 1971 og er fyrsti skuttogari Íslendinga. Hann var síðar seldur til Frakklands árið 1979.

Frímerkið er hannað af Elsu Nielsen en hönnunin byggir á ljósmynd sem Anna K. Kristjánsdóttir vélstjóri tók. Fjögur skip eru í útgáfunni en auk Barða eru í henni Stálvík SI 1, Breki VE 61 og Örvar HU 21.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.