Skip to main content

Barði NK á frímerki

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. jún 2014 14:21Uppfært 18. jún 2014 14:52

bardiNKSkuttogarinn Barði NK 120 er meðal þeirra sem prýða nýja seríu frímerkja frá Íslandspósti sem tileinkuð er togurum og fjölveiðiskipum.


Barði NK 120 var smíðaður í Frakklandi árið 1967 og mældist 328 tonn. Hann kom til lands í janúar árið 1971 og er fyrsti skuttogari Íslendinga. Hann var síðar seldur til Frakklands árið 1979.

Frímerkið er hannað af Elsu Nielsen en hönnunin byggir á ljósmynd sem Anna K. Kristjánsdóttir vélstjóri tók. Fjögur skip eru í útgáfunni en auk Barða eru í henni Stálvík SI 1, Breki VE 61 og Örvar HU 21.