Emilía Antonsdóttir hlaut viðurkenningu rótarýfélaga

emilia antonsdottir crivelloEmilía Antonsdóttir Crivello, danskennari, hlaut viðurkenningu úr þjóðhátíðarsjóði Rótarýklúbbs Héraðsbúa sem afhent var á 17. júní fyrir frumkvöðlastarf sitt í listdanskennslu og listrænni tjáningu á Héraði undanfarin sjö ár.

Klúbburinn hefur afhent viðurkenninguna frá árinu 2000 og er tilgangurinn að veita einstaklingi, félagi eða fyrirtæki viðurkenningu fyrir framúrskarandi afrek, þjónustu eða frumkvæði í einhverri mynd á félagssvæðinu.

Emelía fæddist á Héraði og bjó á Egilsstöðum með fjölskyldu sinni, foreldrum og þrem bræðrum fram að níu ára aldri. Hún er dóttir hjónanna Ásdísar Pétursdóttur Blöndal og Antons Antonssonar Crivello.

Þrátt fyrir að búa í Reykjavík hélt Emilía sterkum tengslum við Austurland og var þar flest sumur. Sumarið 2007 hefur hún kennt og unnið að dansnámskeiðum á Egilsstöðum fyrir fimm ára og eldri. Nemendur hennar þar eru orðnir yfir 200 talsins og í sumar ætlar hún einnig að kenna á Reyðarfirði

Emelía útskrifaðist af nútímadansbraut frá Klassíska listdansskólanum árið 2009 og sama ár var hún tilnefnd til Grímunnar sem danshöfundur ársins fyrir verkið „Er þetta dans". Hún búsett á Egilsstöðum en stundar nám við Listaháskóla Íslands á sviðshöfundabraut og lýkur því námi næsta vor.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.