Emilía Antonsdóttir hlaut viðurkenningu rótarýfélaga
Emilía Antonsdóttir Crivello, danskennari, hlaut viðurkenningu úr þjóðhátíðarsjóði Rótarýklúbbs Héraðsbúa sem afhent var á 17. júní fyrir frumkvöðlastarf sitt í listdanskennslu og listrænni tjáningu á Héraði undanfarin sjö ár.Klúbburinn hefur afhent viðurkenninguna frá árinu 2000 og er tilgangurinn að veita einstaklingi, félagi eða fyrirtæki viðurkenningu fyrir framúrskarandi afrek, þjónustu eða frumkvæði í einhverri mynd á félagssvæðinu.
Emelía fæddist á Héraði og bjó á Egilsstöðum með fjölskyldu sinni, foreldrum og þrem bræðrum fram að níu ára aldri. Hún er dóttir hjónanna Ásdísar Pétursdóttur Blöndal og Antons Antonssonar Crivello.
Þrátt fyrir að búa í Reykjavík hélt Emilía sterkum tengslum við Austurland og var þar flest sumur. Sumarið 2007 hefur hún kennt og unnið að dansnámskeiðum á Egilsstöðum fyrir fimm ára og eldri. Nemendur hennar þar eru orðnir yfir 200 talsins og í sumar ætlar hún einnig að kenna á Reyðarfirði
Emelía útskrifaðist af nútímadansbraut frá Klassíska listdansskólanum árið 2009 og sama ár var hún tilnefnd til Grímunnar sem danshöfundur ársins fyrir verkið „Er þetta dans". Hún búsett á Egilsstöðum en stundar nám við Listaháskóla Íslands á sviðshöfundabraut og lýkur því námi næsta vor.