Skip to main content

Dúkkulísurnar héldu tónleika til styrktar Tónlistarskóla Seyðisfjarðar

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. jún 2014 15:45Uppfært 20. jún 2014 15:52

dukkulisur seydis webHljómsveitin Dúkkulísurnar héldu í gær tónleika á Hótel Öldunni á Seyðisfirði til styrktar tónlistarskóla staðarins. Hljómsveitin er nýkomin frá Færeyjum þar sem hún var meðal annars í hljóðveri.


Gréta Sigurjónsdóttir, gítarleikari sveitarinnar, segir sveitina viljað „prófa eitthvað nýtt og fara til útlanda" með Færeyjaferðina. Sveitin fór þar í hljóðver og tók upp nýtt lag auk þess sem þær spiluðu á 17. júní í Þórshöfn.

Hljómsveitarmeðlimir komu svo heim í gær með Norrænu og spiluðu á Seyðisfirði í gær. Þar söfnuðust 45.000 krónur til styrktar tónlistarskólanum.

Í gerð er heimildamynd um sveitina og hefur tökulið fylgt henni eftir. Meðal annars var tekið upp á Bókakaffi, sem Gréta rekur, í dag. Þá spilar sveitin á Skógardeginum mikla á morgun.

Einar Bragi Bragason, tónlistarskólastjóri, ásamt Dúkkulísunum. Mynd: Úr einkasafni