Dúkkulísurnar héldu tónleika til styrktar Tónlistarskóla Seyðisfjarðar

dukkulisur seydis webHljómsveitin Dúkkulísurnar héldu í gær tónleika á Hótel Öldunni á Seyðisfirði til styrktar tónlistarskóla staðarins. Hljómsveitin er nýkomin frá Færeyjum þar sem hún var meðal annars í hljóðveri.

Gréta Sigurjónsdóttir, gítarleikari sveitarinnar, segir sveitina viljað „prófa eitthvað nýtt og fara til útlanda" með Færeyjaferðina. Sveitin fór þar í hljóðver og tók upp nýtt lag auk þess sem þær spiluðu á 17. júní í Þórshöfn.

Hljómsveitarmeðlimir komu svo heim í gær með Norrænu og spiluðu á Seyðisfirði í gær. Þar söfnuðust 45.000 krónur til styrktar tónlistarskólanum.

Í gerð er heimildamynd um sveitina og hefur tökulið fylgt henni eftir. Meðal annars var tekið upp á Bókakaffi, sem Gréta rekur, í dag. Þá spilar sveitin á Skógardeginum mikla á morgun.

Einar Bragi Bragason, tónlistarskólastjóri, ásamt Dúkkulísunum. Mynd: Úr einkasafni

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.