Allir á einum stað á einum degi á Jazzhátíð

jea dundurfrettir rgrondal 0026 webJazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi verður haldinn laugardaginn 28. júní í Sláturhúsinu, menningarsetri. Hátíðin hefur verið árviss viðburður í blómlegri tónlistarflóru Austurlands og er elsta jazzhátíð Íslands.

Jazzhátíð Egilsstaða hefur verið haldin síðan 1988 og er fyrir löngu orðin fastur liður í tónleikahaldi á Austurlandi og hluti af bráðfjörugri tónleikahátíðadagskrá fjórðungsins á sumrin ásamt Bræðslunni, Eistnaflugi, Pólar, LungA og svo mætti áfram telja.

Í ár verður hún haldin með nýju sniði en í stað þess að halda hátíðina á þremur stöðum, eins og gert hefur verið undanfarin ár, verður hægt að sjá alla listamennina á einum stað, á einum degi.

„Eftir þessar breytingar vonum við að það myndist alvöru hátíðarstemmning á Egilsstöðum í kringum hátíðina og auðvitað hægt að sjá alla listamennina á einni góðri kvöldstund," segir Jón Hilmar Kárason, framkvæmdastjóri hátíðarinnar.

Sem fyrr segir verður hátíðin haldin laugardaginn 28. júní í Sláturhúsinu á Egilsstöðum, í svonefndum Frystiklefa, sem gefur áheyrendum færi á að hlusta og sjá tónlistarmennina í miklu návígi í mögnuðu umhverfi.

Árni Ísleifs, stofnandi hátíðarinnar, mun setja hana og telja í flotta dagsskrá, er hefst klukkan 17:00, og eins og venjulega er blandað saman skemmtilegri jazz og blús tónlist. Í ár verður hún svona:

Hljómsveitin Kaleo hefur verið gríðarlega vinsæl undanfarið og trónað á toppi vinsældarlista vikum saman með lögum eins og Automobile, Vor í Vaglaskógi, I walk on water og fleiri lögum.

KK Band eru þekktir stuðboltar og hafa starfað í fjöldamörg ár. Hljómsveitin á fjöldan allan af lögum sem lifa með þjóðinni.
AT Nordic Quartett er jazzhljómsveit sem hefur leikið saman hér heima og erlendis og gaf út plötuna „Nordic quartett" í vor. Hún er skipuð Íslendingunum Andrési Þór og Einari Val Scheving, Norðmanninum Anders Lonne Gronseth og Dananum Andreas Dreier.

Hljómsveitin Dútl er trío sem leikur fjölbreytta tónlist allt frá Jeff Beck og Jaco Pastorius yfir í Stevie Wonder og Jimi Hendrix.

Georgy&Co er nýstofnuð hljómsveit að austan með splunkunýtt frumsamið efni í bland við tökulög.

Miðasala fer fram á midi.is. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á www.jea.is.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.